Spurningar

ferðaþjónustu

Hér geturðu séð svör við ýmsum algengum spurningum varðandi ferðaþjónustu okkar og ferðir. Ef þú finnur ekki svar við spurningunni þinni þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur með tölvupósti eða hringja í okkur.

Hvaða búnað fæ ég þegar ég fer í Ribbátaferð?

 • Allir farþegar fá hlýjan flotgalla og björgunarvesti.

Hvaða búnað fæ ég þegar ég fer í fjórhjólaferð?

 • Allir sem fara í fjórhjólaferð fá hlýjan galla og hjálm

Í hverju á ég að vera í Ribbátaferð eða fjórhjólaferð?

 • Þægilegum skóm, alls ekki háaum hælum eða sandölum
 • Gott er að vera með vettlinga og húfu

Þarf ég að vera með bílpróf til að keyra fjórhjól?

 • Já þú verður að vera með bílpróf og taka með ökuskírteini til að sanna það að þú sért með próf

Þarf ég að hafa keyrt fjórhjól áður?

 • Nei það er mjög auðvelt að keyra fjórhjólin en þú þarft hins vegar að vera með bílpróf

Geta börn farið í Ribbátaferð eða fjórhjólaferð?

 • Börn þurfa að vera a.m.k. fimm ára til að fara í Ribbátaferð
 • Börn þurfa að vera a.m.k. 12 ára til að fara í fjórhjólaferð
 • Börn undir 12 ára aldri þurfa að vera í fylgt með foreldrum eða forráðamanni

Hvernig er með öryggi?

 • Leiðsögumenn Black Beach Tours fara yfir allar öryggisreglur áður en lagt er af stað í ferðir
 • Allir farþegar og ökumenn fá nauðsynlegan öryggisbúnað fyrir Ribbátaferðir og fjórhjólaferðir
 • Allir skipstjórarnir okkar eru með viðeigandi skírteini go leiðsögumenn hafa farið í gegnum námskeið er varða öryggi farþega

Get ég tekið myndavél með mér?

 • Já þú getur tekið með þér myndavél bæði í Ribbátaferðirnar og fjórhjólaferðirnar

Sækið þið fólk og skutlið því til baka?

 • Nei því miður erum við ekki með slíka þjónustu en ef þið eruð stór hópur getum við vissulega reddað þjónustu sem slíkri í tengslum við rútufyrirtæki eða önnur fyrirtæki

Hvar eruð þið til húsa?

 • Black Beach Tours eru staðsett við Hafnarskeið 17 í Þorlákshöfn
 • Um 50 km akstur frá Reykjavík

Hvernig eru bókunarskilmálar ykkar?

 • Ef við þurfum að hætta við ferð vegna þess að við höfum ekki náð lágmarksþátttöku eða vegna veðurs þá reynum við fyrst að breyta ferðinni þinni í samráði við þig. Ef ekki er unnt að færa ferðina þá endurgreiðum við þér að fullu.
 • Þegar þú hættir við ferðina þína 7 dögum fyrir brottför eða fyrr þá endurgreiðum við þér að 97%
 • Ef þú hættir við ferðina þína 2-6 dögum fyrir brottför þá endurgreiðum við þér 50%
 • Ef þú hættir við ferðina degi eða skemur fyrir brottför eða kemur ekki þá getum við ekki endurgreitt þér