?>
1 klst.
Frá 6 ára aldri
1. maí til 1. október
Auðvelt
Þorlákshöfn
Lágmark 5 í ferð

RIB bátaferð

Komdu með í frábæra RIB bátaferð í Þorlákshöfn. Snilldar klukkustundarferð þar sem við blöndum saman skemmtun og fræðslu um borð.

Við munum sigla meðfram svörtu ströndinni hjá Þorlákshöfn og mun leiðsögumaður fræða þig um náttúru og sögu á milli þess að við spíttum áfram á sjónum.

Við munum meðal annars

 • Sigla fram hjá Hafnarnesvita
 • Förum meðfram svörtu ströndinni og hjá Þyrstlinganefi
 • Sigla í Selvog og sjá Selvogsvita
 • Kíkja á gamalt skipsflak
 • Sigla í Herdísarvík þar sem Einar Ben bjó
 • Sigla hjá Strandarkirkju
 • Sjá fullt af sjávarfuglum
 • Og jafnvel sjá hvali og seli

Lengd ferðar

 • Klukkustundarferð en þú verður að vera mætt(ur) hálftíma fyrir brottför til að fá gallann þinn og leiðsögn um öryggisatriði

Gott að hafa í huga

 • Við siglum einungis ef við höfum náð lágmarskfjölda farþega sem eru fimm. Ef við höfum ekki náð lágmarksfjölda gætum við þurft að færa ferðina þína
 • Farþegar verða að vera eldri en fimm ára
 • Við siglum ekki með bakveikt fólk eða óléttar konur
 • Hámarksfjöldi farþega í bátunum er 12 manns en við erum með tvo báta svo hámarksfjöldi hóps er 24

Búnaður

 • Allir farþegar fá flotgalla og björgunarvesti

Áætlun

 • Við siglum á hverjum degi kl. 10, 12, 14, 17 og 20
 • Við siglum frá 1. maí til 1. október

Verð

 • 9900 krónur fyrir fullorðna 
 • 5900 krónur fyrir börn yngri en 12 ára