?>
1 klst.
Lágmarksaldur 6 ára
Allan ársins hring
Auðvelt
Þorlákshöfn
Lágmark 4

Black Beach Yoga

Black Beach Tours býður upp á jóga tíma í fallegum jógasal í Þorlákshöfn. Ef veður leyfir þá förum við á ströndina og gerum jóga það  – komdu og njóttu þessa augnabliksins.

Jógatíminn er úti í „grænni náttúrunni“ eða réttara sagt á svartri strönd. Ef að veðrið er hins vegar slæmt þá færum við okkur inn í fallegan jógasal í Þorlákshöfn. Njóttu þess að koma og slaka á í fallegu og rólegu umhverfi.

Lengd tíma

  • Klukkustundar jógatími

Þátttakendur

Jógakennslan er miðuð við byrjendur og lengra komna

  • Lágmarksfjöldi 4
  • Hámarksfjöldi 15

Fatnaður og búnaður

  • Vertu í þægilegum fötum
  • Best að vera í nokkrum lögum af fötum, betra að fara úr einhverju en að verða kalt
  • Við erum með jógadýnur og annað sem þarf fyrir jógaástundunina

Dagskrá og tímar

  • Hafðu samband til að bóka

Verð

  • 5900 krónur