?>
2 tímar
Lágmarksaldur 6 ára
1. maí til 1. október
Auðvelt
Þorlákshöfn
Lágmark 5 í ferð

Black Beach Krýsuvíkurferð

Njóttu þess að koma í tveggja tíma RIB bátaferð þar sem við siglum alla leið inn í Krýsuvík. Þetta er frábær ferð til að njóta umhverfisins í kringum Þorlákshöfn, fuglalífsins og skemmta sér í leiðinni á spíttbát.


Þetta er frábær ferð fyrir alla aldurshópa þar sem þú færð íslenska náttúru beint í æð.

Við siglum með fram svörtu strörndinni hjá Þorlákshöfn og leiðsögumaður segir frá sögunni og náttúrunni sem fyrir augum ber. Við förum alla leið í Krýsuvíkurbjarg þar sem fuglalífð er stórkostlegt og náttúrufegurðin dásamleg.

Við munum meðal annars

 • Sigla meðfram svörtum ströndum
 • Fara inn í Selvog og sjá Selvogsvita
 • Sigla inn í Krýsuvík og njóta fuglalífsins þar
 • Sjá gamalt skipsflak
 • Fara fram hjá Herdísarvík þar sem skáldið Einar Ben bjó
 • Sjá Strandarkirkju sem er ein þekktasta kirkja landsins
 • Sjá fjöldann allan af sjófuglum og
 • jafnvel sjá hvali og seli

Lengd ferðar

 • Tveir tímar en þú verður að vera mætt(ur) hálftíma fyrir brottför til að fá gallann þinn og leiðsögn um öryggisatriði

Gott að hafa í huga

 • Við siglum einungis ef við höfum náð lágmarksfjölda farþega sem eru fimm. Ef við höfum ekki náð lágmarksfjölda gætum við þurft að færa ferðina þína
 • Farþegar verða að vera eldri en fimm ára
 • Við siglum ekki með bakveikt fólk eða óléttar konur
 • Hámarksfjöldi farþega í bát er 12 manns en við erum með tvo báta svo hámarksfjöldi hóps er 24 manns

Búnaður

 • Allir farþegar fá flotgalla og björgunarvesti

Áætlun

 • Við siglum á hverjum degi nema sunnudaga kl. 10
 • Við siglum frá 1. maí til 1. október

Verð

 • 16900 krónur fyrir fullorðna
 • 8900 krónur fyrir börn yngri en 12 ára