?>

2 tíma fjórhjólaævintýri

2 klst fjórhjólaferð. Keyrt austur með ströndinni og svo innan við fjörukampinn til baka. Síðan farið vestur fyrir bæinn og farið um slóða þar og niður að bjarginu (Hafnarbergi).

Við munum meðal annars

 • Keyra eftir ströndinni
 • Njóta þess að sjá öldurnar leika sér við ströndina á meðan akstri stendur
 • Keyra eftir skemmtilegum slóða

Lengd ferðar

 • Tveir tímar en þú verður að  koma 30 mínútum fyrir brottför til að fá gallann þinn og fara yfir öryggisatriði og þess háttar

Þátttakendur

 • Lágmark tveir þátttakendur
 • Hámark 40 þátttakendur, þar af 10 ökumenn og þá eru 2 á hverju fjórhjóli
 • Hámark 20 þátttakendur ef einn á hverju fjórhjóli

Búnaður

 • Hver þátttakandi fær hjálm og hlýjan galla 
 • Við mælum með að þú takir með þér hanska eða vettlinga

Kröfur

 • Sá sem keyrir fjórhjólið þarf að vera með bílpróf
 • Lágmarksaldur farþega er 6 ára

Áætlun

 • Sumar: 
  • Á hverjum degi klukkan 10, 12, 14 og 16
 • Vetur: 
  • Á hverjum degi klukkan 11, 13 og 15 (nema sunnudaga þá bara 13 og 15)

Verð

 • 19900 krónur ef tveir eru saman á fjórhjólinu
 • Það bætast við 7000 krónur ef einn er á fjórhjólinu
  • Ef oddatala þá bætist við aukagjaldið fyrir þann sem er einn á hjóli
 • 9950 krónur fyrir börn frá 6 ára til 16 ára